Kjartan til MP

Kjartan Georg Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignaleigusviðs MP banka. Kjartan  stýrði m.a. SP-Fjármögnun í tæp 17 ár. Samstarfsmenn Kjartans til margra ára Pétur Gunnarsson og Herbert Svavar Arnarson hafa einnig gengið til liðs við MP banka. Allir þrír voru í forystusveit SP-Fjármögnunar um árabil, segir í tilkynningu frá MP banka.

 Kjartan Georg Gunnarsson starfaði sem framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar frá stofnun félagsins árið 1995 þar til það sameinaðist Landsbankanum árið 2011. Fyrir þann tíma starfaði Kjartan meðal annars sem framkvæmdastjóri Féfangs sem einnig starfaði á eignaleigumarkaði. Kjartan hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina og meðal annars setið í stjórn Og Vodafone og var um tíma stjórnarformaður Varðar trygginga þar sem hann situr enn sem varaformaður stjórnar. Kjartan er Cand Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Herbert Svavar Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður á eignaleigusviði MP banka. Herbert hóf störf hjá SP-Fjármögnun árið 2003 innan atvinnutækjafjármögnunar fyrst sem ráðgjafi og síðar sem sölustjóri og forstöðumaður. Seinna tók hann við stöðu forstöðumanns innheimtusviðs og að lokum var hann forstöðumaður útlánasviðs SP-Fjármögnunar. Áður starfaði hann meðal annars sem markaðsfulltrúi hjá Miðlun ehf. auk þess sem hann var atvinnumaður í körfuknattleik í Hollandi og Belgíu um skeið. Herbert er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í íþróttafræðum frá Kentucky Wesleyan College.

Pétur Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður bakvinnslu á rekstrarsviði MP banka. Pétur tók þátt í stofnun SP-Fjármögnunar á sínum tíma og starfaði fyrst sem deildarstjóri útlánasviðs til ársins 2003 þegar hann tók við stöðu forstöðumanns fjármálasviðs. Pétur er með BSc í viðskiptafræði frá University of North Carolina, Chapel Hill.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK