Útlit fyrir áframhaldandi vöxt einkaneyslu

Reuters

Útlit fyrir að einkaneyslan haldi áfram að vaxa á nýju ári ef marka má nýjar upplýsingar frá Seðlabanka Íslands um kortaveltuna í janúar.

„Samanlögð raunbreyting kredit- og debetkortaveltu einstaklinga í innlendum verslunum gefur góða mynd af þróun einkaneyslu hérlendis og jókst veltan á þann mælikvarða um 4,4% í janúar borið saman við sama mánuð fyrra árs.

Þetta er aðeins hægari vöxtur en var að jafnaði á síðasta ári en  nokkuð góður vöxtur engu að síður,“ segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

Seðlabankinn reiknar með hægari vexti einkaneyslunnar á yfirstandandi ári en í fyrra. Spá þeir 2,2% vexti einkaneyslu í ár. Einkaneysla fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs jókst hinsvegar um 4,4% borið saman við sama tímabil árið áður og gerir spá Seðlabankans ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu yfir allt síðasta ár sé  4,5%. Það er í takti við kortaveltu einstaklinga innanlands sem jókst um 4,6% að raungildi á árinu 2011 frá fyrra ári.

Debetkortaveltan í janúar síðastliðnum var samtals 27,5 ma.kr. og er það aukning um 2% að raungildi frá sama mánuði fyrra árs. Kreditkortavelta janúarmánaðar var í heildina litið 31,5 ma.kr. sem er aukning um rúmlega 4% að raungildi frá sama mánuði fyrra árs.

„Eins og fyrri daginn er hraðari vöxtur milli ára í erlendri kreditkortaveltu, sem eykst um 13%, heldur en innlendri kreditkortaveltu sem jókst um 3% að raungildi. Kortavelta útlendinga hérlendis jókst um tæplega 10%  að raungildi í janúar frá sama mánuði í fyrra. Það er í takti við tölur um gistinætur sem sýndu verulega aukningu á milli ára. Ferðamannabransinn er því áfram að skila auknum gjaldeyristekjum á milli ára, þótt á móti sé landinn líka að fara meira utan eins og tölurnar um erlenda kortaveltu sýna glöggt,“ segir í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK