Grikkland í C-flokk

Reuters

Matsfyrirtækið Fitch lækkaði í dag lánshæfiseinkunn gríska ríkisins um tvö þrep, úr CCC í C.

Í tilkynningu frá Fitch kemur fram að fyrirtækið telji miklar líkur á greiðslufalli gríska ríkisins í náinni framtíð.

Í gær samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að veita gríska ríkinu 130 milljarða evra stuðning auk þess sem lánastofnanir afskrifa um 107 milljarða evra af skuldum ríkissjóðs. 

Samkvæmt upplýsingum frá Fitch verður lánshæfiseinkunn Grikklands fljótlega lækkuð enn frekar í D-flokk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK