Möguleikar Grikkja meiri utan evrusvæðisins

Innanríkisráðherra Þýskalands, Hans-Peter Friedrich.
Innanríkisráðherra Þýskalands, Hans-Peter Friedrich. Reuters

Innanríkisráðherra Þýskalands, Hans-Peter Friedrich, telur að Grikkir eigi að yfirgefa evrusvæðið. Með því séu meiri möguleikar fyrir landið að verða samkeppnishæft á ný.

Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann í vikuritinu Der Spiegel í gær.

Hann segist hins vegar ekki vera fylgjandi því að Grikkir verði reknir úr evrusamstarfinu en skapa eigi þeim tækifæri til að yfirgefa evrusamstarfið með þeim hætti að þeir geti ekki hafnað boðinu.

Friedrich segist telja að möguleikar Grikkja séu mun meiri fyrir utan myntsamstarfið en innan þess.

Á morgun mun þýska þingið greiða atkvæði um frekari lánveitingar til handa gríska ríkinu.  Stefnt er að því að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn láni Grikkjum 130 milljarða evra á næstu tveimur árum gegn því að Grikkir herði sultarólina enn frekar. Eins munu fjármálafyrirtæki afskrifa 107 milljarða evra af skuldum gríska ríkisins. Þjóðverjar leggja mest af mörkum í lánapakkanum til Grikkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK