Hættum að fresta

Talið er að frestunarárátta hafi tvö megineinkenni: Annars vegar sterka tilhneigingu til að forðast að framkvæma eða takast á við verkefni. Seinna einkennið er talið vera samofið því fyrra, felst í sjálfsblekkingu þar sem viðkomandi telur sjálfum sér trú um að óhætt sé að bíða með framkvæmdina.

Afsakanir eins og „ég er ekki upplagður núna, ég geri þetta á morgun" eru ekki óalgengar. Að sjálfsögðu verða sambærilegar afsakanir einnig í gangi á morgun, næstu daga og vikur. Um vítahring er að ræða.

Almennt er talið að frestunarárátta sé lærð hegðun og að hún mótist snemma á lífsleiðinni og verði að vana. Í Alkemistanum þessa vikuna ræðir Viðar Garðarsson um frestunaráráttu og hvað við getum gert til þess að vinna gegn henni eða venja okkur af henni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK