Stjórnir skilgreini mikilvægustu verkefnin

Samtök atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins

Ný útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja var kynnt á fundi í morgun. Þar er m.a. lagt til að stjórnir fyrirtækja skilgreini árlega mikilvægustu verkefni sín.

Að útgáfunni standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland. Í þessari 4. útgáfu leiðbeininganna er að finna fjölmargar breytingar frá síðustu útgáfu, sem eiga það þó flestar sammerkt að vera formbreytingar fremur en viðamiklar efnisbreytingar.

Markmið leiðbeininganna er, sem fyrr, að bæta stjórnarhætti með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, auðvelda þeim þannig að rækja störf sín og um leið treysta hag helstu hagsmunaaðila fyrirtækja. Leiðbeiningunum er ætlað að sýna vilja viðskiptalífsins í verki til að mæta þeirri ábyrgð sem á því hvílir og frumkvæði þess við að taka upp viðmið sem styrkja innviði fyrirtækja og efla traust almennt gagnvart viðskiptalífinu.

Helstu nýjungar leiðbeininganna eru:

  • Aukið er á upplýsingagjöf um aðila í framboði til stjórnar
  • Lagt er til að stjórn skilgreini árlega mikilvægustu verkefni sín
  • Kveðið er á um hvernig skuli haga upplýsingagjöf um samskipti utan stjórnarfunda
  • Lagt er til að í starfsreglum stjórnar sé fjallað um valdheimildir framkvæmdastjóra
  • Óhæðisviðmið hafa verið einfölduð og útfærð nánar m.a. m.t.t. fjölskyldutengsla
  • Lagt er til að stjórn skilgreini árlega þá áhættuþætti sem mikilvægast er að fyrirtækið takist á við
  • Ný liður er um fundargerðir stjórnarfunda
  • Kaflinn um undirnefndir stjórnar hefur verið einfaldaður sem og kaflinn um innra eftirlit
  • Aukið er á upplýsingagjöf á vefsíðum fyrirtækja
  • Meginatriði leiðbeininga um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja hafa verið færð í viðauka við nýju leiðbeiningarnar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK