Hyggjast bæta sjóðsstreymi um 50 milljarða

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Hjörtur

Samkvæmt árshlutauppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2011 þá eru um 85% af heildarskuldum félagsins í erlendum myntum og um 20% tekna í erlendum myntum. Hlutfall erlendra mynta í sjóðsflæðinu er þó töluvert hærra þannig að ójafnvægið er ekki svo mikið.

Að sögn Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur gengið vel að fylgja eftir þeirri aðgerðaráætlun sem stjórn félagsins samþykkti á síðasta ári. Ársreikningur OR fyrir síðastliðið ár verður væntanlega afgreiddur á stjórnarfundi í dag og hann birtur í Kauphöll í kjölfarið. 

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Bjarna skiptast heildargreiðslur OR með eftirfarandi hætti næstu 3 árin:

Árið 2012: 14.539 milljónir króna.
Árið 2013: 30.029 milljónir króna.
Árið 2014: 16.160 milljónir króna.
Samtals: 60.728 milljónir króna.


Að sögn Bjarna er ofangreint bæði innlendar og erlendar greiðslur. Auk þess hefur Orkuveitan erlendar tekjur til þess að mæta erlendum greiðslum. 

Aðgerðaráætlunin gengur vel og er á áætlun

Hvernig hyggst OR hyggst mæta þessum afborgunum?


„Orkuveita Reykjavíkur hefur frá því í apríl á síðastliðnu ári starfað samkvæmt aðgerðaráætlun eigenda og Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að bæta sjóðsflæði fyrirtækisins um rúma 50 milljarða króna á tímabilinu. Í aðgerðaráætluninni felst meðal annar hækkun gjaldskrár, eignasala, lán frá eigendum og niðurskurður rekstrarkostnaðar. Aðgerðaráætlunin gengur vel og er á áætlun.


Í þessu samhengi má benda á að áætluð EBITDA næstu 3 árin eru tæplega 70 milljarðarkróna og handbært fé frá rekstri um 55,5 milljarðar en auk þess er gert ráð fyrir láni fráeigendum að fjárhæð 4 milljarðar á næsta ári og eignasölu fyrir 8,6 milljarða á næstu þremur árum. Samkvæmt framangreindri áætlun ætti Orkuveitan að geta mætt afborgunum á næstu þremur árum."

Hefur félagið skoðað möguleika endurfjármögnunar erlendis?

„Orkuveita Reykjavíkur er í góðu sambandi við núverandi viðskiptabanka fyrirtækisins og er sífellt að leita leiða til hagstæðrar endurfjármögnunar, bæði innanland og erlendis."

Með lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga

Hefur OR fengi aðstoð einhvers við að skoða það og hverjar eru líkur taldar á að það takist?

„Innan Orkuveitu Reykjavíkur starfa margir sérfræðingar á ýmsum sviðum, meðal annars hvað varðar endurfjármögnun og áhættustýringu. Fyrirtækið hefur einnig leitað sérfræðiaðstoðar á þessu sviði og mun gera áfram eftir þörfum.

Orkuveitan hefur nú þegar fengið lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir um 1,5 milljarð króna sem er í erlendum myntum. Lánið er endurlánað frá CEB bankanum (Þróunarbanki Evrópu). Einnig hefur Orkuveitan nýlega gert áhættuvarnarsamning við Hollenska ING bankann sem felur í sér útlánaáhættu fyrir bankann. Með batnandi rekstri hafa erlendir bankar sýnt meiri áhuga á samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur."

Hver er vaxtakostnaður félagsins áætlaður á næsta ári og hvernig er hann að breytast?

„Gert er ráð fyrir að greiddir vextir verði um 5,9 milljarðar króna á næsta ári og muni verða svipaðir á næstu 5 árum eða á bilinu 4,9 – 6 milljarðar króna."

Það ójafnvægi sem er milli erlendra afborganna og vaxtagreiðslna og erlendra tekna - er stefnt að því að laga þetta ójafnvægi og hvenær?

„Gert er ráð fyrir að undir lok aðgerðaráætlunar eigenda mun draga verulega úr ójafnvægi milli erlendra afborgana og vaxtagreiðslna annars vegar og erlendra tekna hins vegar. Orkuveitan hefur leitað og er að leita leiða til þess að laga þetta ójafnvægi fyrr en of snemmt er að segja hvernig til muni takast," sagði Bjarni að lokum.

Bjarni Bjarnason
Bjarni Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK