Kenna öðrum þjóðum að spara

Frosti Sigurjónsson.
Frosti Sigurjónsson.

Frosti Sigurjónsson skrifar í nýjasta pistli sínum um opnun Skandiabanken í Noregi á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga:

Hver hefði trúað því í miðju hruninu, að í dag myndu erlendir bankar leita til Íslands eftir lausnum til að auka ráðdeild og sparnað viðskiptavina sinna? Stofnendur hugbúnaðarfyrirtækisins Meniga töldu þetta einmitt vera tækifæri og þeir hafa reynst sannspáir.

Í dag opnaði Skandiabanken í Noregi heimilisbókhald Meniga fyrir sína 300 þúsund viðskiptavini. Meniga hefur gert svipaða samninga við banka í Finnlandi og Þýskalandi. Ímynd Íslands er greinilega ekki skaddaðri en svo að fjórum árum eftir efnahagshrun eru hugvitssamir Íslendingar farnir að hjálpa öðrum þjóðum að fara betur með peninga.

En það er auðvitað ekkert einsdæmi að þjóðir nái að rétta hraustlega úr kútnum ímyndarlega á undraskömmum tíma.

Hver hefði til dæmis trúað því, þegar óðaverðbólga geisaði í Þýskalandi, að þýska markið yrði síðar í hópi traustustu gjaldmiðla heims?

Pistilinn má lesa í heild sinni hérna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK