Grikkir fá fyrstu greiðsluna

Grikkir fengu fyrsta hluta neyðarlánsins afhentan í dag.
Grikkir fengu fyrsta hluta neyðarlánsins afhentan í dag. AP

Grikkland fékk í dag fyrstu greiðsluna úr nýjum björgunarpakka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, alls 7,9 milljarða evra, 1.318 milljarða króna.

Alls komu 5,9 milljarðar evra frá evru-svæðinu og 1,6 milljarðar evra frá AGS, samkvæmt upplýsingum frá gríska fjármálaráðuneytinu.

Fyrr í mánuðinum samþykktu kröfuhafar að afskrifa 100 milljarða evra af skuldum gríska ríkisins og leiðtogar evru-svæðisins samþykktu nýjan björgunarpakka upp á 130 milljarða evra. AGS fylgdi í kjölfarið með því að samþykkja að lána Grikkjum 28 milljarða evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK