Hagnaður minnkar um 39,3 milljarða

Samanlagður hagnaður bankanna á síðasta ári nam 29,9 milljörðum króna.
Samanlagður hagnaður bankanna á síðasta ári nam 29,9 milljörðum króna.

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja minnkar um 39,3 milljarða króna frá árinu 2010 til ársins 2011. Minnkar hagnaður Íslandsbanka mest eða um 27,5 milljarða króna.

Alls högnuðust Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn um 29,9 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Árið á undan nam samanlagður hagnaður þeirra 69,2 milljörðum króna.

Árið 2011 var hagnaður Landsbankans mestur eða 16,9 milljarðar króna. Árið 2010 hagnaðist Landsbankinn um 27,2 milljarða króna.

Arion banki hagnaðist um 11,1 milljarð króna á síðasta ári samanborið við 12,6 milljarða króna árið 2010.

Íslandsbanki rekur lestina með hagnað upp á 1,9 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 29,4 milljarða króna árið 2010.

Arðsemi eigin fjár var mest hjá Íslandsbanka eða 11%. Hins vegar að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar vegna yfirtökunnar á Byr, sem nemur 17,9 milljörðum króna, er arðsemi eigin fjár einungis 1,5%.

Arðsemi eigin fjár hjá Arion banka var í árslok 2011 10,5% og 8,8% hjá Landsbankanum.

Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka er 22,6%, Landsbankans 21,4% og Arion banka 21,2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK