Nýir eigendur að Jarðborunum

Jarðboranir
Jarðboranir mbl.is

SF III slhf., félag í umsjón Stefnis hf., lauk í dag kaupum á um 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka.

Eigendur SF III eru Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Kaldbakur og Stefnir - íslenski athafnasjóðurinn I.

Á aðalfundi, sem haldinn var í kjölfarið að kaupunum, tók ný stjórn við félaginu. Fulltrúar SF III í stjórn eru Baldvin Þorsteinsson, Geir Gunnlaugsson, Gunnar Guðni Tómasson, Rannveig Rist og Benedikt Ólafsson (varamaður). Fulltrúi Miðengis í stjórn er Ólafur Þór Jóhannesson en félagið mun áfram halda á um 18% hlut í Jarðborunum.

Jarðboranir sérhæfa sig í öflun jarðhita. Félagið stendur að borframkvæmdum víða erlendis s.s. í Danmörku, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi, Karabíska hafinu og á Azoreyjum.

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með yfir 330 milljarða króna í virkri stýringu. Félagið rekur innlenda og alþjóðlega sjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta auk þess að stýra félögum utan um framtaksfjárfestingar, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK