Nýtt lánasvið innan MP

Lykill stækka

Lykill

MP banki tilkynnti nýverið um útvíkkun á starfsemi sinni með stofnun eignaleigusviðs. Starfsemi á þessu sviði mun hefjast á mánudaginn undir vörumerkinu Lykill.

Lykill býður bílasamninga, bílalán og kaupleigusamninga vegna ýmissa atvinnutækja.  Starfsstöð Lykils er í Ármúla 13a, samkvæmt tilkynningu.

Framkvæmdastjóri Lykils er Kjartan Georg Gunnarsson. Aðrir starfsmenn eru Herbert S. Arnarson, Thelma Harðardóttir, Jón Ragnarsson og Jón Hjálmarsson. Öll eru þau fyrrverandi starfsmenn SP-Fjármögnunar hf.

Kjartan Georg Gunnarsson

Kjartan Georg Gunnarsson

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir