Rannsaka yfirtöku á EMI

Coldplay stækka

Coldplay Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag rannsókn á kaupum Universal Music Group á breska tónlistarfyrirtækinu EMI Music. Er það samkeppniseftirlit framkvæmdastjórnarinnar sem annast rannsóknina en hún snýr að því hvort kaupin standist samkeppnislög.

Joaquin Almunia, sem fer með samkeppnismál hjá framkvæmdastjórninni, segir að athuga verði hvort sameiningin dragi úr samkeppni á Evrópumarkaði.

Universal Music Group tilkynnti í nóvember að fyrirtækið hefði keypt EMI af bandaríska bankanum Citigroup á 1,2 milljarða punda, 241 milljarð króna.

EMI, sem meðal annars er með útgáfurétt á tónlist Bítlanna, Coldplay og Katy Perry, var yfirtekið af helsta lánveitanda fyrirtækisins, Citigroup, í febrúar í fyrra.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir