Eignir Kaupþings 50 milljörðum verðmætari

Höfuðstöðvar Kaupþings þegar bankinn var og hét.
Höfuðstöðvar Kaupþings þegar bankinn var og hét. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Eignir Kaupþings jukust um rúmlega 50 milljarða eða um rúm 6% á árinu 2011. Sé leiðrétt fyrir áhrifum vegna 4,25% gengislækkunnar krónunnar á tímabilinu jukust eignir um 15 milljarða. Eignir Kaupþings eru metnar á 875 milljarða í lok árs 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá slitastjórn Kaupþings um nýjar fjárhagsupplýsingar bankans.

Mesta aukningin var í flokki lausafjármuna. Handbært fé Kaupþings sem stóð í 333 milljörðum í lok árs jókst um 102 milljarða á tímabilinu, einkum vegna afborgana, vaxta- og þóknanatekna af lánasafni Kaupþings sem námu 74 milljörðum á árinu, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu slitastjórnarinnar.

Heildarrekstrarkostnaður Kaupþings á árinu 2011 var 6,3 milljarðar króna sem er 0,3% af nafnvirði heildareigna sem námu 2.092 milljörðum króna við lok árs 2011 og 0,7% af verðmati eigna. Rúmlega helmingur kostnaðarins, eða um 51%, er vegna erlendrar aðkeyptrar sérfræðiráðgjafar sem nam rúmum 3,2 milljarði króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK