Dohop tilnefnt til verðlauna

Íslenska tæknifyrirtækið Dohop var í morgun tilnefnt til verðlaunanna Asia Pacific 2012 Online Travel Innovation Awards, í flokki flugleitarvéla, fyrir ferðavef sinn www.dohop.com. Sigurvegarinn verður tilkynntur á ráðstefnunni Travel Distribution Summit Asia 2012 í Singapore þann 10. maí.

Í tilkynningu TravelMole, sem veitir verðlaunin, segir að verðlaununum sé ætlað að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum í ferðageiranum sem hafa “vefsíður, samfélagsmiðla eða farsímalausnir sem ná út fyrir það hefðbundna og heilla viðskiptavini og notendur.”

Vefurinn er boði á 25 tungumálum og aðgengilegur notendum um allan heim. Aðeins um 10% notenda síðunnar eru frá Íslandi en flestir gestir koma frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Frá Asíu koma um 22% heimsókna, flestar frá Víetnam og Saudi Arabíu og því um mikilvægt og sístækkandi markaðssvæði að ræða fyrir Dohop.

Dohop var stofnað árið 2004 og vann Travelmole verðlaun árið 2006, þá í flokknum „Best Technology Site.“ Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun og þar starfa nú 10 manns við hugbúnaðarþróun, sölu og markaðssetningu. Rekstur Dohop skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2011 og er það til marks um árangursríkt starf félagsins undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK