Aukin afköst og betri vara

Torfi Þ. Þorsteinsson í vinnslusal HB Granda
Torfi Þ. Þorsteinsson í vinnslusal HB Granda mbl.is/Styrmir Kári

Mikið hefur verið rætt um að óvissa um fyrirkomulag fiskveiða hafi hægt verulega á allri fjárfestingu í sjávarútvegi enda halda aðilar að sér höndum þegar framtíðin er óljós.

HB Grandi virðist þó vera undantekning frá reglunni, en fyrirtækið hefur lagt í töluverðar fjárfestingar síðustu misseri og ár. HB Grandi tekur t.d. bráðlega í gagnið nýja og háþróaða beingarðsskurðarvél.

„Vélin er þróuð og smíðuð af hátæknifyrirtækinu Völku, en það sem skurðarvélin gerir er að nota röntgen- og þrívíddarmyndavélatækni til að staðsetja beinin í fiskflakinu, sem róboti sker síðan burt með vatnsskurði,“ útskýrir Torfi Þ. Þorsteinsson, framleiðslustjóri HB Granda, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Að sögn Torfa verður vélin fyrst notuð við karfavinnslu í Reykjavík. Til stendur að þróa tæknina áfram, til skurðar á öðrum fisktegundum en karfinn varð fyrir valinu í fyrstu atrennu enda seinlegt að beinhreinsa hann með hefðbundnum aðferðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK