Gjaldþrotum fækkar milli ára

mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Fyrstu 3 mánuði ársins 2012 er fjöldi gjaldþrota 348 sem er um 21% fækkun frá sama tímabili árið 2011 þegar 440 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Í mars voru 153 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 214 fyrirtæki í mars 2011. Eftir atvinnugreinum voru flest gjaldþrot í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Fleiri nýskráningar í ár

Í mars 2012 voru skráð 158 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 178 einkahlutafélög í mars 2011. Eftir atvinnugreinum voru flest einkahlutafélög skráð í heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.

Fyrstu 3 mánuði ársins 2012 er fjöldi nýskráninga 460 sem er um 4% aukning frá sama tímabili árið 2011 þegar 441 fyrirtæki voru nýskráð, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK