Kína lánar Suður-Súdan

Salva Kiir Mayardit (v), forseti Suður-Súdan, ásamt Li Keqiang (h), …
Salva Kiir Mayardit (v), forseti Suður-Súdan, ásamt Li Keqiang (h), aðstoðarforsætisráðherra Kína. Reuters

Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt að veita Suður-Súdan lán sem nemur 8 milljörðum bandaríkjadollara til þess að styrkja innviði landsins.

„Lánið mun fjármagna verkefni í tengslum við vegagerð, brúargerð, vatnsvirkjanir, landbúnað og fjarskipti á næstu tveimur árum,“ sagði Barnaba Mariel Benjamin, talsmaður ríkisstjórnar Suður-Súdan, í dag og bætti við: „Smáatriðin (verkefnin) verða skilgreind af ráðherrum ríkjanna tveggja og af kínversku fyrirtækjunum sem munu sjá um vinnuna.“

Kína er stærsti kaupandi olíu frá Suður-Súdan en hefur einnig jafnframt lengi haldið góðum viðskiptatengslum við Súdan. Stjórnvöld í Kína hafa lagt mikið upp úr því að móta góð viðskiptatengsl við Suður-Súdan síðan að ríkið lýsti yfir sjálfstæði sínu í júlí á síðasta ári. Þegar Suður-Súdan lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Súdan tapaði hið síðarnefnda ríki um það bil 75% af olíuauðlindum sínum en þær eru metnar á marga milljarða dollara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK