Coca Cola: Erum ekki að yfirtaka orkudrykkjarframleiðanda

Reuters

Fyrirtækið Coca-Cola segist ekki vera að yfirtaka orkudrykkjaframleiðandann Monster Beverage, en fréttir þess efnis hafa undanfarið birst í fjölmiðlum.

Fyrirtækið segist eiga í góðu viðskiptasambandi við Monster, þeir dreifi m.a. vörum sínum saman á mörgum mörkuðum, m.a. í Bandaríkjunum.

Wall Street Journal sagði m.a. frá því í morgun að Coke væri í viðræðum um kaup á Monster en það fyrirtæki er metið á 13 milljarða bandaríkjadala.

Verðmæti hlutabréfa í Monsters Beverage hækkuðu um 28% við þessar fréttir í dag en lækkuðu lítið eitt er líða tók á daginn.

Talsmaður Coca-Cola segir að gott samstarf sé milli fyrirtækjanna og alltaf sé verið að reyna að finna leiðir til að bæta það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK