Landsvirkjun skuldbreytir lánum

Landsvirkjun hefur skrifað undir samninga við Norræna fjárfestingarbankann um að skuldbreyta tveimur lánum hjá bankanum úr evrum, á breytilegum vöxtum, yfir í Bandaríkjadal á föstum vöxtum. Lánin voru annars vegar tekin 2004 með gjalddaga 2019 og hins vegar 2006 með gjalddaga 2028. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun.

Ávinningur Landsvirkjunar með skuldbreytingunni er tvíþættur. Annars vegar er dregið úr fjárhagslegri áhættu vegna mögulegra breytinga á gengi evru gagnvart starfsrækslugjaldmynt félagsins, Bandaríkjadal. Hins vegar er hlutfall breytilegra vaxta í lánasafninu lækkað og dregið úr vaxtaáhættu félagsins.

Við skuldbreytinguna lækkar hlutfall evru í vaxtaberandi langtímaskuldum Landsvirkjunar úr 38% í 31% en á sama tíma hækkar hlutfall Bandaríkjadals úr 42% í 49%. Þá hækkar hlutfall lána á föstum vöxtum úr 27% í 34%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK