King: Hefðum átt að gera meira

Mervyn King ásamt Christine Lagarde forstjóra AGS
Mervyn King ásamt Christine Lagarde forstjóra AGS Reuters

Bankastjóri Englandsbanka, Mervyn King, viðurkennir að Englandsbanki hafi átt að gera meira til að koma í veg fyrir bankakreppuna. Þetta kom fram í máli hans í Breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi.

King segir að Englandsbanki hafi átt að vara við hættunni í bankakerfinu þar sem bankar voru allt of skuldsettir áður en Northern Rock féll. Telur hann að ein ástæðan fyrir því að ekki bar meira á Englandsbanka sé sú ákvörðun þáverandi fjármálaráðherra, Gordons Browns, að taka eftirlitshlutverkið frá Englandsbanka og færa það yfir í nýtt kerfi árið 1997.

Hann hvetur ríkisstjórn Bretlands til þess að fresta ekki áformum um endurskipulagningu fjármálageirans og leggur til að meðal annars verði viðskiptabankaþjónusta skilin frá fjárfestingarbankastarfsemi. Því fyrr því betra, segir King.

Hann segir að harðari reglur og meiri eftirfylgni muni ekki gleðja bankamenn né heldur stjórnmálamenn en reglunum sé ekki ætlað að gleðja þá. Það geti hins vegar aukið traust almennings á Englandsbanka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK