4.000 viðskiptavinir greitt niður yfirdrátt

Íslandsbanki hefur ákveðið að framlengja tilboði um vaxtaafslátt gegn niðurgreiðslu yfirdráttar. Bankinn hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á þennan kost frá september árið 2009 og hafa nú þegar um 4.000 viðskiptavinir nýtt sér þessa leið.

Að greiða niður yfirdráttarlán er meðal hagstæðustu sparnaðarleiða sem völ er á, segir í tilkynningu frá bankanum. Þrepalækkun yfirdráttar hjálpar viðskiptavinum að skipuleggja markvissa niðurgreiðslu á yfirdrættinum og lækka vaxtakostnaðinn svo um munar.

Viðskiptavinur setur upp áætlun annað hvort í Netbankanum eða með ráðgjafa í útibúi um reglubundna lækkun yfirdráttarheimildar. Á móti lækkar Íslandsbanki vexti á heimildinni niður í 9,05% og lækkar því vaxtakostnaður viðskiptavina. Algengustu yfirdráttarvextir hjá Íslandsbanka eru t.a.m. 11,8% eða rúmum tveimur prósentustigum hærri. Tilboðið gildir fyrir yfirdráttarlán sem eru lægri en 1 milljón króna.

Dæmi:

Viðskiptavinur sem greiðir 360.000 kr. yfirdrátt niður um 15.000 kr. á mánuði í 2 ár sparar 51.023 kr. í vaxtakostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK