Eldsneytiskostnaður hefur slæm áhrif á afkomu

AFP

Tap fransk/hollenska flugfélagsins Air France-KLM nam 368 milljónum evra, 61 milljarði króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Er tapið rakið til hækkunar á eldsneytisverði.

Sala flugfélagsins jókst um 6% á fyrsta ársfjórðungi og var 5,6 miljarðar evra. En þetta dugði ekki til þar sem eldsneytisverð hækkaði um 17,9% á tímabilinu og nam eldsneytiskostnaður Air France-KLM 1,68 milljörðum evra í fjórðungnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK