Ávöxtunarkrafan komin yfir 6%

AFP

Ávöxtunarkrafan á spænsk ríkisskuldabréf til tíu ára hefur hækkað í morgun og er nú komin yfir 6%.

Vextirnir eru nú 6,026% en voru 5,817% við lokun markaða í gær. Er hækkunin rakin til ótta fjárfesta um áhrif þess að Grikkir hafni skilyrðum neyðarlánsins en flokkar sem eru andsnúnir samkomulaginu við Evrópusambandið unnu stórsigur í þingkosningunum á sunnudag.

Á sama tíma lækkaði ávöxtunarkrafan á þýsk ríkisskuldabréf og er hún nú 1,531% en fjárfestar leita á náðir Þýskalands með fjárfestingar sínar enda þykja þau örugg fjárfesting. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK