Vonast til að nýtt „Marel“ rísi í áliðnaði

Íslenskur áliðnaður mengar mun minna en evrópskur.
Íslenskur áliðnaður mengar mun minna en evrópskur. mbl.is/ÞÖK

Hér á landi hefur myndast sterkur álklasi, þ.e. net fyrirtækja sem þjónusta álfyrirtækin, og því telur framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda ekki ólíklegt að þróunin á næstu árum verði með svipuðum hætti og í sjávarútvegi.

Hann telur að hér muni rísa fyrirtæki á borð við Marel en í áliðnaði. Það muni stíga sín fyrstu skref á heimamarkaði en síðan vaxa út fyrir landsteinana og byggi þá ekki lengur á heimamarkaðnum.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um þessi mál segist Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, sjá mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, t.d. verkfræðistofur sem þjónusta áliðnaðinn. Auk þess segir hann að íslensk álver séu í fararbroddi í umhverfismálum og að það sé umhverfisvænna að framleiða ál hér en í Evrópu og mun umhverfisvænna en í Kína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK