Facebook skráning gengur ekki snurðulaust

stækka

AFP

Skráning samskiptavefsins Facebook á bandaríska hlutabréfamarkaðinn hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Í gær lækkaði verð á bréfunum um 9% og nú hafa komið í ljós áhyggjur af því með hvaða hætti ráðgjafar Facebook veittu fjárfestum upplýsingar.

Bandaríska fjármálaeftirlitið og eftirlitstofnunin FINRA hyggjast skoða málið, að því er fram kemur á vef breska útvarpsins

Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley, sem er í ábyrgð vegna skráningar Facebook, segir að öll upplýsingagjöf hafi verið samkvæmt öllum reglum.

Reuters og Wall Street Journal segja hins vegar að ráðgjafarnir hafi mögulega endurskoðað sínar spár varðandi Facebook en aðeins nokkrir útvaldir fjárfestar hafi fengið að vita af því.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir