Um 800 milljónir endurgreiddar

Valur segir tölur Tax Free benda til þess að þó …
Valur segir tölur Tax Free benda til þess að þó ferðamönum fari fjölgandi þá hafi gestirnir ekki úr svo miklu að moða. mbl.is/Styrmir Kári

Fáir geta fylgst jafnvel með straumi ferðamanna til landsins og Valur Fannar Gíslason. Hann er sölustjóri Tax Free Worldwide, sem áður hét Iceland Refund.

„Við sjáum í kringum 10% aukningu á milli tímabila fyrstu fjóra mánuði ársins, og var þó síðasta ár metár,“ segir hann en Tax Free er annað tveggja fyrirtækja hér á landi sem annast endurgreiðslu á virðisaukaskatti til ferðamanna.

Ferðamenn frá öllum heimshornum fá endurgreiddar verulegar fjárhæðir. „Heildar tax free-sala á Íslandi var um 5,5 milljarðar á síðast ári og endurgreiðsla til ferðamanna var þ.a.l. í kringum 800 milljónir,“ segir Valur um kaup ferðamanna á Íslandi í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Dreifing ferðamannanna sem nýta sér endurgreiðsluna endurspeglar tölur ferðaþjónustunnar. Skandinavar, Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar eru mest áberandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK