Aðstæður skýra aukið eftirlit

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Seðlabanki Íslands segir ljóst að gjaldeyrishöft lík þeim sem eru á Íslandi séu hvergi í nágrannalöndunum.

Sem kunnugt er gerði Persónuvernd athugasemd við fyrirhugaða söfnun upplýsinga Seðlabankans, sem kveðið er á um í frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Morgunblaðið spurðist fyrir um það hjá Seðlabankanum hvort kunnugt væri um einhvern annan seðlabanka í hinum vestræna heimi sem safni jafn víðtækum persónuupplýsingum um borgara ríkisins og lagt er til í stjórnarfrumvarpi um breytingar á lögum um gjaldeyrismál.

Seðlabankinn segir í svari sínu að gjaldeyrishöftin hafi verið sett með almannahagsmuni að leiðarljósi í kjölfar fjármálahrunsins sem varð hér haustið 2008. Þá segir í svarinu.

„Til þess að framfylgja gjaldeyrisreglunum og hafa eftirlit með þeim þarf lagaheimildir, því annars myndu reglurnar lítið gagnast til að vinna að tilætluðum almannahagsmunum. Í mörgum löndum eru svokallaðar varúðarreglur sem seðlabönkum er ætlað að grípa til líkt og gert hefur verið hér á landi. Þegar seðlabönkum er ætlað að fylgja eftir reglum hafa þeir eftirlitsúrræði eða heimildir í þeim tilgangi. Þær heimildir sem hér um ræðir eru ennfremur sambærilegar þeim sem aðrar stofnanir hér á landi hafa til að framfylgja þeim reglum sem þær hafa eftirlit með. Þess vegna er það eðlilegt við þær aðstæður og í því lagaumhverfi sem hér um ræðir að því fylgi heimildir til að fylgja lögum eftir. Þessu ráða fyrst og fremst aðstæður, málefni sem seðlabanka er ætlað að sinna og það hlutverk sem honum er ætlað hverju sinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK