Lánshæfismat tveggja grískra banka lækkar

mbl.is/reuters

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat tveggja grískra banka sem eru í eigu franskra fyrirtækja. Að mati Moody's er hætta á að staða bankanna versni ef Grikkir yfirgefa evruna.

Þessir tveir bankar, Emporiki Bank of Greece og General Bank of Greece, hafa verið með hærra lánshæfismat en grískir bankar almennt. Þeir eru flestir komnir niður í ruslflokk.

Ákvörðun Moody's endurspeglar að sífellt fleiri telja verulegar líkur á að Grikkir muni yfirgefa evruna. Moody's telur að það komi til með að leiða til þess að staða þessara tveggja banka sem Frakkar eiga versni. Fyrirtækið segir að það muni ekki endurskoða matið fyrr en það sé orðið ljóst að Grikkir muni halda evrunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK