Moody's lækkar sex þýska banka

Reuters

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat sex þýskra banka í morgun, þeirra á meðal er Commerzbank, sem er annar stærsti banki Þýskalands.

Í yfirlýsingu frá Moody's segir að lánshæfi Commerzbank, DekaBank, DZ Bank og héraðsbankanna LBBW, Helaba og NordLB hafi verið lækkað um einn flokk vegna þeirrar hættu sem stafar af evruvandanum og takmarkaðs svigrúms þessara sex banka til að bregðast við henni.

Lánshæfismat stærsta banka Þýskalands, Deutsche Bank, er óbreytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK