Mentor og Datamarket í samstarf

F.v. Agnar Jón Ágústsson og Þorsteinn Yngvi Guðmundsson hjá Datamarket, …
F.v. Agnar Jón Ágústsson og Þorsteinn Yngvi Guðmundsson hjá Datamarket, Vilborg Einarsdóttir og Andreas Stenlund hjá Mentor. mbl.is

Mentor og DataMarket skrifuðu undir samstarfssamning í vikunni. Fyrirtækin þróa saman einingu sem verður kynnt sem hluti af InfoMentor-kerfinu í fimm löndum.

Sveitarfélögum og skólastjórnendum verður gert mögulegt að fylgjast betur með frammistöðu í sínum skólum með það að markmiði að vinna að umbótum í skólastarfi. Kennarar fá í hendur nýja einingu sem er hluti af InfoMentor-kerfinu til að vinna markvisst að auknum árangri nemenda. Síðast en ekki síst er þarna um að ræða verulega byltingu í aðgengi og framsetningu upplýsinga fyrir nemendur og foreldra að frammistöðu og framvindu í skóla, segir í tilkynningu.

„Það er spennandi að leiða saman þá þekkingu og reynslu sem við í Mentor höfum í hönnun og þróun á upplýsingakerfi fyrir skóla og sérþekkingu DataMarket á framsetningu og úrvinnslu upplýsinga,“ segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, í fréttatilkynningu.

„Samstarfið við Mentor opnar nýjar leiðir og nýja markaði fyrir okkur hjá DataMarket. Það er gríðarlega áhugavert að vinna með Mentor að því að auka árangur í skólastarfi bæði hér heima og í Evrópu,“ segir Agnar Jón Ágústsson hjá DataMarket.

Akureyrarbær, Garðabær og menntamálaráðuneytið eru samstarfsaðilar að verkefninu á Íslandi sem er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK