Fjárfestar með Spán undir smásjánni

Náið er fylgst með þróun hlutabréfamarkaða um allan heim. Hér …
Náið er fylgst með þróun hlutabréfamarkaða um allan heim. Hér má sjá mann við Kauphöllina í Tókýó. AFP

Fjárfestar víða um heim eru með Spán undir smásjánni og fara sér í engu óðslega þegar kemur að hlutabréfaviðskiptum. Nokkur hækkun varð þó á mörkuðum í Asíu í dag og sömu sögu er að segja eftir lokun markaða vestanhafs í gærkvöldi.

Fjárfestar hafa undanfarna daga verið mjög varkárir enda enn óljóst hvernig björgunarlán til spænskra banka frá löndum evrusvæðisins verður útfært. Þá lækkaði lánshæfnisfyrirtækið Fitch lánshæfiseinkunn 18 banka í gær.

Hækkun varð við lokun markaða í Tókýó í dag og nam hún 0,60%. Þá varð hækkun í Hong Kong um 0,44% og í Shanghai hækkaði hlutabréfavísitalan um 0,88%. Lækkun varð hins vegar í Sydney um 0,22%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK