Fríðindi starfsmanna SpKef ekki gefin upp til skatts

SpKef.
SpKef.

Í skýrslu Price WaterhouseCoopers um Sparisjóð Keflavíkur kemur m.a. fram að ýmis fríðindi sem starfsmenn SpKef nutu voru ekki gefin upp til skatts. Gerð er athugasemd við að einu hlunnindin sem gefin voru upp voru bílahlunnindi. Var sagt frá þessu í kvöldfréttum RÚV klukkan 18.

Meðal þess sem ekki var gefið upp til skatts eru greiðslur sjóðsins fyrir tryggingar handa starfsmönnum og afnot sparisjóðsstjóra af fasteign sem var í eigu SpKef á Akureyri.

Kemur einnig fram í skýrslunni að sparisjóðurinn hafi afskrifað rúmlega 7 milljarða króna síðustu tvö árin fyrir fall sjóðsins en einnig segir að hann hafi fært niður útlán fyrir rúmlega 18 milljarða króna. Á þessum tíma minnkaði eigið fé um 50 milljarða króna.

Í frétt RÚV kom fram að sjö starfsmenn hafi verið með bíl til umráða og auk þess sem aðrir voru með ökutækjastyrk. Einnig voru dæmi þess að starfsmenn hafi verið með farsíma og nettengingar og giltu engar reglur um hvernig þeim fríðindum var úthlutað. 

Þá kom jafnframt fram að níu háttsettir starfsmenn hafi fengið líf- og sjúkdómatryggingar greiddar. Að auki voru fjórir til viðbótar með slysatryggingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK