Hreinn stjórnarformaður Reiknistofu bankanna

Hreinn Jakobsson.
Hreinn Jakobsson. mbl.is/Frikki

Aðalfundur Reiknistofu bankanna hf - RB var haldinn föstudaginn 1. júní 2012, en 2011 var fyrsta starfsár RB sem hlutafélags. Hagnaður af starfsemi RB á síðasta ári nam 166 milljónum króna og skilaði félagið 330 milljónum í rekstrarhagnað (EBITDA) fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði. Tekjur félagsins árið 2011 námu rúmum 2,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiknistofu bankanna.

Fram til ársins 2011 var Reiknistofan rekin sem sameign íslenskra banka, sparisjóða, kortafyrirtækja og Seðlabanka Íslands. Reiknistofunni var hins vegar breytt í hlutafélag 1. janúar 2011 og um leið fór Seðlabankinn úr eigendahóp félagsins. RB hefur síðan verið rekið sem sjálfstætt hlutafélag.

Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundinum en hana skipa: Gunnlaug Ottesen, Heiðrún Jónsdóttir, Hreinn Jakobsson, Páll Jensson og Ragnar Þ. Guðgeirsson. Hreinn Jakobsson var í framhaldi aðalfundar skipaður stjórnarformaður RB, en Hreinn hefur um árabil komið að rekstri tæknifyrirtækja hér á landi sem og á Norðurlöndunum.   

Ný varastjórn RB var einnig kjörin á fundinum. Hana skipa: Hákon Gunnarsson fulltrúi Arion banka, Herdís Pála Pálsdóttur, Laufey Ása Bjarnadóttir, Marina Candi og Sæmundur Sæmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK