Stjórnendur benda á dökkar horfur

Samtök atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins

Mikill meirihluti stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar og þeim fækkar verulega sem búast við að þær batni á næstunni. Kemur þetta fram í niðurstöðum ársfjórðungslegrar könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja. 

Könnunin var gerð um mánaðamótin maí-júní.

Sagt er frá þessu á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir ennfremur að stjórnendur í sjávarútvegi og byggingariðnaði líta horfurnar dekkstum augum og að yfirleitt er nægt framboð af starfsfólki en þeim fyrirtækjum fer fjölgandi sem skortir fólk. 

Þá er gert ráð fyrir vaxandi verðbólgu og búast stjórnendur við um 5% verðbólgu á næstu 12 mánuðum.

Nánar má lesa um þetta hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK