Gengi krónu hækkar

Gengi krónunnar hefur hækkað um 3,4% það sem af er þessum mánuði. Ástæðan er m.a. innstreymi gjaldeyris sem tengist ferðaþjónustu sem nú er að komast í hámark.

Dollarinn hefur lækkað um 4,3% í verði frá mánaðamótum og kostar nú rúmlega 125 krónur, en kostaði tæplega 131 krónu 1. júní. Pundið hefur lækkað um rúmlega 2% og kostar 196 krónur. Evran kostar 158 krónur og hefur lækkað um 2% frá mánaðamótum.

Hækkun gengis krónunnar ætti að stuðla að lægri verðbólgu, en hún er 5,4% samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK