Finnar vilja frekari tryggingar

Forsætisráðherra Finnlands, Jyrki Katainen
Forsætisráðherra Finnlands, Jyrki Katainen REUTERS

Finnland mun óska eftir frekari tryggingum fyrir lánveitingum til Kýpur ef evrópsk aðstoð, sem Kýpur hefur óskað eftir, á að vera fengin úr evrópska fjármálastöðugleikasjóðnum (e. EFSF). Þetta sagði forsætisráðherrann Jyrki Katainen í ræðu til þingsins fyrr í dag. Finnland hefur áður farið sér varlega þegar kemur að aðstoð við önnur Evrópuríki vegna fjármálakrísunnar og stoppuðu björgunarpakkann til Grikklands í nokkurn tíma meðan semja þurfti um tryggingar og áætlanir.

Finnland, eitt af fáum ríkjum Evrópusambandsins sem er enn með AAA í lánshæfismat, hefur einnig sagt að ef það eigi að taka þátt í að aðstoða Spán vilji það fá auknar tryggingar og hlutabréf í spænskum bönkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK