Verðtrygging hafði óveruleg áhrif á skuldavandann

Verðtrygging á íbúðalánum hafði lítil sem engin áhrif við að búa til skuldavanda heimilanna og afnám verðtryggingar eða takmörkun mun að sama skapi ekki leysa þann vanda.

Þetta er mat Landssamtaka lífeyrissjóða, en samtökin leggjast gegn frumvarpi, sem allir þingmenn Framsóknarflokksins lögðu fram síðastliðið vor, þess efnis að sett sé 4% þak á hækkun verðtryggðra lána til neytenda á ársgrundvelli.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að í umsögn samtakanna, sem var nýverið send til efnahags- og viðskiptanefndar, sé vakin athygli á því að „í umræðunni um skuldavanda heimilanna er sjaldnast minnst á meginorsök vandans, sem fyrst og fremst stafar af óhóflegri lántöku“.

Samtökin benda á í því samhengi að ef horft er til tímans fyrir hrun bankakerfisins – frá ársbyrjun 2004 til september 2008 – þá jukust skuldir heimilanna um ríflega 1.100 milljarða króna. Þetta jafngildir skuldaaukningu upp á 145% á sama tíma og verðbólga jókst hins vegar um 35%. Aðeins 5% af þessum auknu skuldum komu til vegna útlána frá lífeyrissjóðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK