Mikil spenna í Evrópu

Mario Draghi seðlabankastjóri evrópska seðlabankans.
Mario Draghi seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. AFP

Mikil spenna er á mörkuðum í Evrópu fyrir fund evrópska seðlabankans og tilkynningar í kringum hádegi þess efnis hvort farið verði í frekari aðgerðir til að aðstoða við skuldavanda evruríkjanna. Í síðustu viku vakti Mario Draghi miklar væntingar með orðum sínum um að „evrópski seðlabankinn væri tilbúinn að gera hvað sem er til að vernda evruna“. Nú bíða fjárfesta spenntir eftir því hvort bankinn muni láta kné fylgja kviði og fara í einhverjar aðgerðir.

Seðlabankinn hefur nú þegar lækkað stýrivexti niður í 0,75% og hafa þeir aldrei verið lægri en það. Það er því talið ólíklegt að bankinn láti verða af því að lækka þá enn frekar. Heldur er horft til þess að bankinn byrji aftur að kaupa upp skuldabréf evruríkjanna á lægri vöxtum en markaðurinn hefur hingað til viljað kaupa þau á. Þannig gætu skuldug ríki endurfjármagnað sig á viðráðanlegri hátt. Bankinn hóf slíka stefnu árið 2010 og keypti í heildina skuldabréf fyrir 211,5 milljarða evra áður en því var hætt seint á síðasta ári.

Þriðji möguleikinn sem sagt hefur verið að sé til skoðunar er að veita björgunarsjóði Evrópusambandsins bankaleyfi þannig að hann geti fengið lánað beint frá seðlabankanum og þannig haft mjög mikið bolmagn til að eiga við skuldavandann. 

Bæði þessi úrræði mæta þó mikilli andstöðu í Þýskalandi sem er stærsta hagkerfið innan evrusvæðisins. Nýlega voru framtíðarhorfur Þýskalands færðar úr því að vera stöðugar í neikvæðar og mun Þýskaland forðast það í lengstu lög að færast neðar. Aukin sameiginleg skuldabyrði meðal evrulandanna virðist því ekki vera áhugaverður kostur þarlendis.

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa flestar risið aðeins í morgun og virðist það benda til bjartsýni fjárfesta með að Draghi muni tilkynna einhverjar lausnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK