Frakkar á leið í samdráttarskeið

Frakkland gæti verið á leið í annað samdráttarskeiðið á 3 …
Frakkland gæti verið á leið í annað samdráttarskeiðið á 3 árum AFP

Seðlabanki Frakklands hefur varað við því að landið stefni inn í annað samdráttartímabilið á síðustu þrem árum ef spár um hagvöxt á þriðja ársfjórðungi ganga eftir. Síðasta samdráttartímabil endaði á vormánuðum 2009, en þá kom Frakkland sér upp úr tveggja ársfjórðunga neikvæðum hagvexti sem er sú skilgreining sem hagfræðingar nota um samdráttartímabil.

Síðustu daga hafa markaðir í Evrópu verið að taka nokkuð við sér og virðist sem bjartsýni ríki um að ríkisstjórnir evruríkjanna muni ná utan um skuldavandann. Þessar niðurstöður frá Frakklandi eru því ákveðið bakslag fyrir vonir manna um að betri tímar séu rétt handan við hornið.

Áhyggjur fjárfesta með áframhald evrunnar og skuldavandann hafa orsakað að stórir aðilar hafa frestað eða hætt við stórar fjárfestingar á síðustu ársfjórðungum. Nýbyggingar voru t.d. 14% færri á öðrum ársfjórðungi miðað við fyrra ár og bílasala fór niður um 7% á sama tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK