Útgerðin leysi snjóhengju

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, taka vel í að skoða nánar hugmyndir um að sjávarútvegurinn muni kaupa ríkisskuldabréf fyrir 150 milljarða króna af erlendum fjárfestum sem eru fastir með fjármuni hér á landi eftir að gjaldeyrishöftum var komið á.

Skuldir ríkissjóðs myndu í kjölfarið lækka sem því nemur. Þessi aðgerð kæmi í stað áforma um auðlindagjald. Þetta væri liður í því að skola burt hluta snjóhengjunnar sem er mikilvægt skref í afnámi gjaldeyrishafta.

Vilhjálmur segir að til að þetta geti gengið eftir þurfi að nást breið samstaða um auðlindagjald til lengri tíma og það geti reynst þrautin þyngri. Hugmyndin sé flókin í framkvæmd og væntanlega taki langan tíma að ná henni í gegn en „er ágætis hugsun“.

Róbert Guðfinnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri útgerðarinnar Þormóðs ramma og stjórnarformaður fisksölufyrirtækis sem þá hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sagði frá hugmyndum sínum um hvernig nýta mætti auðlindagjaldið til að leysa snjóhengjuna í Viðskiptablaði Morgunblaðsins síðasta fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK