Tap og virðislækkun hjá HB Granda

Hluti af athafnasvæði HB Granda á Vopnafirði.
Hluti af athafnasvæði HB Granda á Vopnafirði. Ljósmynd/HB Grandi

HB Grandi tapaði 1,5 milljónum evra á fyrri hluta ársins, en tekjur félagsins jukust á sama tíma um  17 milljónir evra. Skýringu tapsins má rekja til virðisrýrnunar sem varð á aflaheimildum, en gert var virðisrýrnunarpróf sem sýnir að rekstrarvirði félagsins lækkar um 136 milljónir evra (22,3 milljarðar króna) og fer úr  397 milljónum evra í 261 milljónir og er skýrt með hækkun á veiðigjaldi.

Rekstrartekjur á fyrri hluta ársins voru 93,3 milljónir evra og fóru upp frá 76,3 milljónum árið áður. Laun og launatengd gjöld námu samtals 4,7 milljörðum króna en 4,6 milljörðum á sama tíma árið áður.

Heildareignir félagsins námu 296,8 milljónum evra í lok júní 2012. Þar af voru fastafjármunir 240,4 milljónir evra og veltufjármunir 56,3 milljónir evra.  Eigið fé nam 171,0 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall 57,6%, en var 54,4% í lok árs 2011. Heildarskuldir félagsins voru í júnílok 125,8 milljónir evra.

Efnisorð: HB Grandi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK