Aflandskrónuvandinn verði leystur með skuldabréfaútgáfu

Tillögur Samtaka fjármálafyrirtækja gera ráð fyrir því að lokað verði …
Tillögur Samtaka fjármálafyrirtækja gera ráð fyrir því að lokað verði á frekari kaup aflandskrónueigenda á skuldabréfum í íslenskum krónum. mbl.is/Ómar

Setja ætti skuldbindingar íslenska þjóðarbúsins við erlenda aðila í langt endurgreiðsluferli með því að beina svonefndum aflandskrónum, sem nema um 800 milljörðum króna að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins, úr skuldabréfum og innstæðum í krónum á bankareikningum yfir í löng skuldabréf í erlendri mynt.

Í kjölfarið væri opnað fyrir endurfjármögnun á erlendum skuldum tiltekinna aðila, meðal annars ríkis, sveitarfélaga, orkufyrirtækja og fjármálafyrirtækja, einnig með útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðli til langs tíma sem eigendur aflandskróna gætu einungis keypt.

Þetta kemur fram í tillögum Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um aðgerðir til að ráðast í afnám gjaldeyrishafta, en fjallað er um tillögurnar í Morgunblaðinu í dag. Vinnuhópur á vegum samtakanna hefur á síðustu vikum greint umfang aflandskrónuvandans og þær leiðir sem eru mögulegar til að leysa hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK