22% vilja peseta á ný en 70% evruna

AFP

Einn af hverjum fimm Spánverjum vill snúa baki við evrunni og taka upp peseta á ný sem gjaldmiðil, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.

22% aðspurðra sögðust vilja taka pesetann upp á ný, en Spánverjar tóku upp evruna árið 2002, samkvæmt könnuninni sem birt er í El Pais í dag. 70% aðspurðra töldu rétt að vera áfram í evrusamstarfinu. 8% vildu ekki svara eða höfðu ekki myndað sér skoðun.

Andstaða við evruna og evrusamstarfið hefur aukist á Spáni undanfarið líkt og víðar innan svæðisins á sama tíma og efnahagsörðugleikar landanna hafa aukist. Einhverjir hagfræðingar hafa haldið því fram að með því að yfirgefa evruna muni samkeppnishæfni ríkjanna aukast og því verði þeim auðveldara að greiða niður skuldir sínar. En aðrir hagfræðingar segja að með því að yfirgefa evruna megi búast við því að bankakerfi Spánar hrynji og verðbólga aukist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK