Erlent lán dæmt lögmætt

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar.
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. Rax / Ragnar Axelsson

Byggðastofnun var í morgun sýknuð af kröfum fyrirtækisins Samvirkni ehf. á Akureyri, sem höfðaði mál á hendur stofnuninni um lögmæti láns í erlendri mynt sem félagið fékk hjá Byggðastofnun. Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í málinu og var Samvirkni auk þess gert að greiða 376.500 krónur í málskostnað.

Samvirkni hafði krafist þess að fá viðurkennt að veðskuldabréf frá 6. febrúar 2008 fæli í sér skuldbindingu í íslenskum krónum og væri verðtryggt þannig að fjárhæð skuldabréfsins væri bundin við gengi japansks yens og þar af leiðandi í andstöðu við lög um vexti og verðtryggingu. Fyrri dómar Hæstaréttar um gengistryggð íbúðalán hafa meðal annars dæmt erlend lán ólögleg og að lánin væru í raun í íslenskum krónum og að lánsfjárhæðina bæri að endurgreiða í sama gjaldmiðli.

Héraðsdómur komst í þessu máli að því að ekki væri um slíkt lán að ræða og væri það því löglegt. „Í máli þessu háttar svo til að efni skuldabréfsins er skýrt en þar kemur einfaldlega fram að stefnandi hafi fengið að láni hjá stefnda tilgreinda fjárhæð í erlendri mynt. Er þar ekki á nokkurn hátt vísað til íslenskrar krónu. Þá er, líkt og áður er rakið, tekið fram hvernig endurgreiða beri lánið og mælt fyrir um vexti. Hvergi er þar minnst á íslenskar krónur. Hins vegar háttar svo til að stefndi fékk lánið greitt í íslenskum krónum og var þá miðað við ákveðið gengi á japönsku yeni. Slík útgreiðsla var þó í samræmi við ákvæði skuldabréfsins sem gerði ráð fyrir að greiðslur gætu farið fram með íslenskum krónum.“

Dómstóllinn sýknaði því Byggðastofnun af öllum kröfum Samvirkni ehf. Dómurinn mun væntanlega hafa fordæmisgildi, en líklegt verður að teljast að honum verði áfrýjað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK