Miliband kynnti sér fiskveiðieftirlitskerfi Trackwell

David Miliband ræðir við starfsfólk Trackwell.
David Miliband ræðir við starfsfólk Trackwell.

David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra og umhverfisráðherra Bretlands, heimsótti Trackwell í dag og kynnti sér fiskveiðieftirlitskerfi fyrirtækisins. Miliband hafði sérstakan áhuga á að kynna sér þann hluta kerfisins sem tengist umhverfisþáttum, rekjanleika og sjálfbærni.

Miliband er staddur hér á landi í boði forseta Íslands og Háskóla. Fiskveiðieftirlitskerfi TrackWell var upphaflega þróað sem öryggiskerfi fyrir Sjálfvirku tilkynningaskylduna í kringum 1998. Fljótlega hófst samstarf við Landhelgisgæslu Íslands og sjávarútvegsráðuneytið um viðbætur við kerfið vegna fiskveiðieftirlits.  Á undanförnum árum hefur TrackWell auk þess átt náið samstarf við Neyðarlínuna og Fiskistofu um áframhaldandi þróun kerfisins og rekstur þess. Þessar stofnanir hafa miðlað af þekkingu sinni og reynslu til tæknimanna TrackWell og gert þeim kleift að þróa kerfið þannig að það er nú í allra fremstu röð slíkra kerfa í heiminum.

Umfangsmikið eftirlit í rauntíma

TrackWell SeaData, er flotastýringarkerfi með afla- og afurðaskráningu sem nýtist bæði skipstjórnarmönnum, útgerðum og yfirvöldum við umsjón fiskveiða. Kerfið samanstendur af Afladagbók og Afurðabók um borð í skipi og Útgerðarstjóra í landi.
Kerfið hefur sjálfkrafa ítarlegt eftirlit með margvíslegum þáttum í atferli skipa, eins og með veiðum á lokuðum svæðum, veiðileyfum, reglulegum skilum á skýrslum og gögnum og fleiru.

Í eftirlitskerfinu er sjálfvirkt öryggiseftirlit sem fylgist með því að skipin sendi inn upplýsingar um staðsetningu sína á nokkurra mínútna fresti, auk þess sem fylgst er með því að skip haldi sig á siglingaleiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK