Selja breskum yfirvöldum

„Frá árinu 2007 höfum við sótt á erlenda markaði en …
„Frá árinu 2007 höfum við sótt á erlenda markaði en þessi samningur er sá stærsti sem við höfum gert,“ segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri TrackWell. mbl.is/Styrmir Kári

Fiskveiðiyfirvöld í Bretlandi hafa samið við íslenska fyrirtækið TrackWell um kaup og þjónustu á tölvukerfi sem hefur eftirlit með átta þúsund skipum á öllum hafsvæðum í landhelgi Bretlands næstu fimm til sjö ár.

Hugbúnaðurinn er notaður til að hafa eftirlit með öllum breskum skipum yfir tólf metrum að lengd og með skipum annarra þjóða sem stunda veiðar á bresku hafsvæði.

„Frá árinu 2007 höfum við sótt á erlenda markaði en þessi samningur er sá stærsti sem við höfum gert. Við gerum ráð fyrir að með samningum verði erlend velta orðin meiri en innlend. Við gerum einnig ráð fyrir að þessi samningur muni hjálpa okkur í sölustarfsemi annars staðar,“ segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri TrackWell, í ítarlegu samtali um umsvif fyrirtækisins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK