Ekkert ríki skapar jafn mikil verðmæti úr fiskveiðum

Íslenskur sjávarútvegur er sá hagkvæmasti í heimi.
Íslenskur sjávarútvegur er sá hagkvæmasti í heimi. mbl.is

Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein hérlendis sem hefur tekist að ná fram mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Hagkvæmt fyrirkomulag fiskveiða og samkeppni á alþjóðamörkuðum hefur skipt sköpum í þeim efnum.

Þetta segir í skýrslu McKinsey, alþjóðlegs ráðgjafarfyrirtækis um þær leiðir sem hægt er að fara til að skapa sjálfbæran hagvöxt á Íslandi til lengri tíma, sem fjallað er ítarlega um í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Skýrsluhöfundar benda á að frekari vöxtur í framleiðni í sjávarútvegi, drifinn áfram af aukinni fjárfestingu og innleiðingu nýrrar tækni, krefjist þess að atvinnugreinin búi við stöðugt og hagfellt rekstrarumhverfi.

Í skýrslu McKinsey er vakin athygli á því að hlutfall sjávarútvegs í vergri landsframleiðslu var um 11% á liðnu ári. Sjávarútvegsfyrirtæki sköpuðu jafnframt meira en fjórðung allra útflutningstekna og voru með um níu þúsund manns í vinnu. Í alþjóðlegum samanburði er ekkert ríki í heiminum sem stenst samanburð við íslenskan sjávarútveg þegar kemur að verðmætasköpun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK