Framtakssjóður hagnaðist um 200%

Framtakssjóður hagnaðist um 200%, eða 1,8 milljarð á sölu bréfanna …
Framtakssjóður hagnaðist um 200%, eða 1,8 milljarð á sölu bréfanna í Icelandair Group í dag. mbl.is/Ernir

Framtakssjóður Íslands hagnaðist um 1,8 milljarða á sölu bréfanna í Icelandair Group í dag. Í júní 2010 keypti sjóðurinn 30% hlut í félaginu á genginu 2,5 en hefur síðan þá losað sig við rúmlega 10%. Í dag var svo seldur 7% hlutur og er gengi félagsins 7,65% í Kauphöllinni. Það má því leiða líkur að því að Framtakssjóðurinn hafi innleyst rúmlega 200% hagnað á þessari fjárfestingu síðustu tvö ár. 

Þegar hagnaður Icelandair af þriðja ársfjórðungi er skoðaður í samræmi við önnur stór flugfélög á Norðurlöndunum má sjá að félagið var með hæsta hlutfall hagnaðar af veltu. Þetta kemur fram í tölum sem túristi.is birtir. Á sama tíma berjast mörg önnur flugfélög við erfiðan rekstur, en miklar uppsagnir eru meðal annars boðaðar hjá Iberia og SAS.

Það eru Landsbankinn og sextán lífeyrissjóðir sem eru aðaleigendur Framtakssjóðs Íslands, en sjóðurinn var stofnaður 8. desember 2009 með þann tilgang að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK