Vöxtur kaupmáttar dregst saman

Vöxtur innlendrar eftirspurnar hefur dregist saman.
Vöxtur innlendrar eftirspurnar hefur dregist saman. Eggert Jóhannesson

Margt virðist benda til þess að hægt hafi á bata innlendrar eftirspurnar á seinni helmingi ársins. Skýringin á því gæti að hluta til verið sú að nú dregur hratt úr áhrifum einskiptiaðgerða stjórnvalda sem hafa aukið vöxt einkaneyslu síðustu misseri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam sérstök útborgun séreignarsparnaðar 23,6 milljörðum króna á síðasta ári og sérstök vaxtaniðurgreiðsla nam um það  bil 6 milljörðum. Gróflega má því áætla að milli 1-2% af einkaneyslunni í fyrra megi rekja beint til þessara aðgerða. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Verðbólgan langt komin með að éta upp launahækkun

Heimild til að taka út séreign sína í lífeyrissjóðum rann út núna í september síðastliðnum. Undanfarin 3 ár nemur útgreiðsla séreignarsparnaðar rétt tæplega 62 milljörðum og bendir margt til þess að stór hluti þessa fjár hafi farið í neyslu. Þá hefur sérstök vaxtaniðurgreiðsla einnig aukið ráðstöfunarfé heimilanna undanfarin tvö ár en engin áform eru uppi um að framlengja þá aðgerð.

Þá hefur kaupmáttur dregist saman undanfarna mánuði, en verðbólgan er nú komin langt áleiðis með að éta upp nánast alla þá 7% hækkun sem varð á almennum launum fyrsta árið í kjölfar síðustu kjarasamninga. Undanfarna 12 mánuði hefur kaupmáttur launa aukist um 1,4% en í apríl síðastliðnum hafði kaupmátturinn á þennan mælikvarða aukist um 5,1%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK